Spurningar & ráð

Algengar spurningar

HVERNIG LEIGI ÉG BÁS?

Auðveldast er að skrá sig í gegnum heimasíðu okkar, en einnig er hægt að koma í verslun og við aðstoðum með skráningu.

HVERNIG SET ÉG AFSLÁTT Á BÁSINN MINN?

Hægt er að bjóða uppá afslátt í básnum sínum, og þarf að láta starfsfólk Víkurbása vita í síma eða skilaboðum, ágætt ef það er gert með fyrirvara. Val er á milli 25%, 50% eða 75% afsláttar, og afsláttarskilti eru í boði hjá okkur í búðinni.

HVAÐ ER STÓRA SVÆÐIÐ?

Við erum með svokallað stórt svæði sem leigjendur barnabásanna mega nota. Á stóra svæðið má fara EINN hlutur, og aðeins það sem passar alls ekki á básinn. Sem dæmi barnavagnar eða bílstólar. Ekki er stórt svæði í boði fyrir fullorðinsbása.

HVERT SET ÉG ÚTIFÖT?

Útifataslár eru í boði bæði fyrir fullorðins- og barnabása. Það má setja TVÆR flíkur á útifataslá! Við mælum með að perlumerkja barna útifötin og raða á réttan stað í útifatahorninu.

ÞARF ÉG SJÁLF(UR) AÐ SKRÁ VÖRURNAR SEM Á AÐ SELJA?

Þú þarft að skrá allar vörur og ákveða verð, er það gert inná þínu svæði eftir að bókaður hefur verið bás.

HVERNIG FÆ ÉG VERÐMIÐA Á VÖRURNAR?

Þegar það er búið að ákveða verð á vörurnar og skrá allt inná þínar síður getur þú komið og sótt verðmiða í verslun.

ÉG KEMST EKKI AÐ TAKA TIL Í BÁSNUM ALLA DAGA, GETIÐ ÞIÐ LAGAÐ TIL?

Við gerum okkar allra besta í að hafa búðina fína og laga til í básum. Það er jafn mikill hagur okkar og ykkar að hafa snyrtilegt. Við mælum samt eindregið með að kíkja reglulega á básinn og laga til eða fylla á.

HVENÆR GET ÉG KOMIÐ OG SETT UPP BÁSINN MINN?

Uppsetning er á venjulegum opnunartíma verslunar, einnig er í boði að koma klukkutíma fyrir lokun daginn áður en leigutími hefst.

ER ÞJÓFAVÖRN Í BOÐI FYRIR DÝRARI VÖRUR?

Við bjóðum fólki að fá þjófavörn fyrir allar vörur sem verðlagðar yfir 1.500 kr.

EF VEL SELST MÁ ÉG BÆTA VIÐ VÖRUM Í BÁSINN MINN?

Það er lítið mál að bæta við vörum inná þínum síðum.

HVENÆR ÞARF AÐ TÆMA BÁSINN?

Bás skal vera tæmdur einni klukkustund fyrir lokun síðasta dag leigutímabilsins.

Góð ráð:

  • Að setja upp vel skipulagðan bás, gerir hann söluvænlegri
  • Verðleggðu sanngjarnt, hvað værir þú til í að borga fyrir vöruna?
  • Að hugsa vel um básinn skilar betri sölu - kíkja á hann reglulega og laga til
  • Ekki troða á básinn - komdu frekar oftar að fylla á ;)
  • Við mælum með að merkja barnavörur með stærðarperlum
  • Ekki brjóta saman / láta föt liggja neðst í básnum, hengdu sem mest upp svo það sé auðvelt að skoða básinn
  • Notaðu hillurnar í básnum fyrir skó eða körfur með minni flíkum/ smáhlutum
  • Auglýstu básinn vel á sölusíðunni okkar á Facebook eða taggaðu okkur í það sem þú deilir á Instagram
Bóka bás