Skilmálar

Bókanir

Hjá okkur getur þú leigt bás á heimasíðunni, www.vikurbasar.is, í verslun eða hringt í símanúmerið 620-6220.

Afbókanir

Til að eiga rétt á endurgreiðslu á bókuðum bás verður að afbóka með minnst 14 daga fyrirvara, miðast við fyrsta dag leigutímabils. Ef þú villt nýta þér þennan valmöguleika á að afbóka þá þarf að mæta á Hafnargötu 6 með minnst 14 daga fyrirvara til að eiga rétt á endurgreiðslu.

Verð

Verðin á heimasíðunni eru gefin upp með virðisaukaskatt.

Þóknun

Áður en söluhagnaður er greiddur út er 18% þóknun dregin af heildarhagnaði básaleigjanda.

Sjálfstæður rekstur

Í boði er að vera með sjálfstæðan rekstur hjá Víkurbásum en sá aðili er sjálfur ábyrgur fyrir því að gefa upp réttar upplýsingar til skatts. Einnig þarf að taka það fram við bókun ef selja á vörur frá VSK-skráðu fyrirtæki.

Á MEÐAN Á LEIGUTÍMA STENDUR

Í upphafi leigutímabils 

Verslunin er opin leigjendum klukkustund fyrir tilsettan opnunartíma til þess að setja upp básinn sinn. Einnig er mögulegt að koma og setja upp básinn 1 klst fyrir lokun daginn áður en leigutími hefst.

Ef engar vörur eru komnar í básinn undir lok fyrsta dags og ekkert skriflegt samkomulag verið gert um annað er Víkurbásum heimilt að leigja út básinn til annars aðila. 

Ef það er frídagur inní leigutíma leigjanda, telur sá dagur ekki með í heildardögum tímabils.

Básinn þinn

Breytingar á básum er með öllu bannaðar. Ef vörur eru fyrir utan básinn verða þær fjarlægðar. Leigjendur eru ábyrgir fyrir að vörurnar séu rétt verðmerktar. 

Þjófavarnir – Skaðabætur

Þjófavarnir eru í boði fyrir allar vörur verðlagðar yfir 1.500 krónur. Víkurbásar bera ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á vörum, reynt verður eftir fremsta megni að krefja viðskiptavini um greiðslu verði hann valdur að skemmd á vöru. 

Víkurbásar bera ekki ábyrgð ef vörum er stolið, þær týnast eða eyðileggjast. Verði vörur fyrir vatns- eða eldskemmdum bera Víkurbásar ekki ábyrgð. Viljum við þó benda á að heimilis eða innbústrygging leigjenda gæti mögulega bætt slíkt tjón. 

Eignaréttur og vöruskilmálar

Leigjandi einn hefur eignarétt á vörum sem hann hyggst selja í versluninni. Öll sala á fölsuðum, ólöglegum eða hættulegum/skaðlegum varning er með öllu óheimil. Aðrar vörur sem eru ekki við hæfi geta verið fjarlægðar af starfsmönnum án viðvörunnar. 

Vörur keyptar frá Aliexpress/Alibaba og Wish ásamt samskonar verslunum eru ekki leyfðar í básunum. 

Nafnspjöld og önnur samskonar markaðssetning er ekki leyfileg í básnum.

Starfsfólk Víkurbása hefur rétt til að fjarlæga vörur sem teljast skemma ásýnd verslunarinnar, t.d ónýtan, götóttan eða skítugan fatnað.

Vara er keypt í því ástandi sem hún er í, á því verði sem upp er gefið. Starfsfólk hefur ekki leyfi til að breyta verði, né taka við vöru til baka eftir að hún er keypt. 

Skipulag og áfylling á bás

Viðskiptavinir fá verðmerkingar prentaðar út hjá okkur til að líma á söluvöru, einnig er hægt að fá allt að 20 spjöld sem hægt er að “skjóta” í fatnað eða hluti og er þá hægt að líma verðmerkingar á spjöldin.

Heimilt er að staðsetja 2 vörur á svæði fyrir stórar vörur, einnig má setja 2 vörur á fataslá. Einnig er skóhilla sem hægt er að setja skó í svo framarlega sem pláss leyfir.

Leigjandi á bás er ábyrgur fyrir básnum sínum. Aftur á móti er það okkar ánægja að hjálpa eins og við getum. 

Það er alltaf í boði að bæta við vörum meðan á leigutíma stendur og er ekkert aukalegt gjald fyrir það. Starfsfólk Víkurbása mun taka til í básnum yfir daginn og í lok dags því okkur finnst það hagnaður allra að öll verslunin líti sem best út. 

Ef verðmiði sem tengir vöru við ákveðinn bás týnist er vara sett í “tapað fundið hillu” básaleigendur þurfa sjálfir að fylgjast með hvort þeir eigi vöru þar. 

Vörur í “tapað fundið” eru geymdar í 30 daga, eftir það verða þær eign Víkurbása sem getur ráðstafað þeim að vild. Allar ,,tapað/fundið’’ vörur eða söluhagnaður af þeim verður gefinn til góðgerðamála.

Verðum breytt 

Ef  breyta þarf verðum á vörum meðan leigutími er, þarf að setja nýjan verðmiða á vöruna áður en hún er seld, verðið sem er á vörunni er alltaf það verð sem vara er seld á. Því dugar ekki að strika yfir eða skrifa nýtt verð á verðmiða.

Afsláttur í básnum

Ef fólk vill bjóða upp á afslátt í básnum sínum þarf að láta starfsfólk Víkurbása vita áður en verslunin opnar. Tími þarf að gefast til að uppfæra tölvukerfið. Val er á milli 25%, 50% eða 75% afsláttarskilta fyrir básaleigjendur.

Í LOK LEIGUTÍMANS

Tæma þarf básinn í síðasta lagi 1 klukkutíma fyrir lokun síðasta dag leigutímabilsins.
Leigjandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að tæma básinn, nema um annað sé samið. Kemur til þess að starfsfólk Víkurbása þurfi að tæma básinn, þá er rukkað gjald að upphæð 3.000,-kr. Vörur geta verið geymdar hjá okkur í hámark viku og kostar það 1.000,- kr á dag. Eftir viku verða þær eign Víkurbása.

Söluhagnaður 

Söluhagnaður er greiddur út næsta virka dag eftir lok leigutíma. Söluhagnaður er ekki greiddur út nema búið sé að tæma bás og taka vörur sem eftir eru.

Víkurbásar greiða út 82% af heildarsölunni, 18% er þóknun til Víkurbása

Eingöngu verður greitt út með millifærslu í heimabanka. Öryggis vegna verða ekki geymdar háar upphæðir af reiðufé í verslun og því getur starfsfólk ekki greitt út söluhagnað í reiðufé.

Vafrakökur

Skilmálar Víkurbása um notkun á vefkökum

Eftirtaldir skilmálar eiga við um notkun vefkaka á lénum okkar (vikurbasar.is og undirsíður).

Hvað eru vafrakökur

Vafrakökur eru smáar textaskrár sem eru vistaðar í vafranum þínum. Þær geta innihaldið t.d text, dagsetningar og númer. En þær geyma aldrei persónulegar upplýsingar um notenda.

Notkun okkar á vafrakökum

Við notum vafrakökur til að bera kennsl ef notendur hafa komið áður á síðuna, getum þá sniðið leit eða aðra þjónstu að notenda, til dæmis innskráningarupplýsingar.

Með því þekkja notendur er hægt að gera heimsóknir á síðuna þægilegri t.d með því að muna eftir fyrri aðgerðum.

Þróa síðuna og fá betri upplýsingar hvernig hægt er að bæta hana.

Til að birta notendum auglýsingar.

Geymsla á vafrakökum

Við geymum vafrakökur í allt að 24 mánuði, frá heimsókn.

Að slökkva á vafrakökum

Notandi getur ávallt stillt vafra sinn þannig að notkun á kökum er hætt. Þó geta slíkar stillingar dregið úr aðgengi á vefsvæðinu og getur notandi fundið fyrir verri heildarvirkni.

Hverjir fá upplýsingar úr vafrakökum

Á vefsíðu okkar söfnum við upplýsingum meðal annars til að greina hversu margir heimsækja vefinn og notumst við þá við upplýsingar frá þriðja aðila má þar nefna Google analytics og Facebook Pixel. Þær safna upplýsingum nafnlaust og er hægt að sækja þar upplýsingar án þess að fá upplýsingar um einstaka notendur eða persónupplýsingar. Þessar síður safna jafnframt eigin kökum til að fylgjast með heimsóknum notenda. Áskiljum við okkur rétt á þeim grundvelli til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðskerfi þeirra.

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur verslunar "Víkin mín ehf" á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Persónuverndarstefna

Víkurbásar skilja hversu mikilvægt einkalífið er og mun ekki veita neinar upplýsingar um einstaklinga til þriðja aðila nema af lagalegum skyldum.

Algengar Spurningar

HVERNIG LEIGI ÉG BÁSA?

Auðveldast er að skrá sig í gegnum heimasíðu okkar, en einnig er hægt að koma í verslun og við aðstoðum með skráningu.

ÞARF ÉG SJÁLF(UR) AÐ SKRÁ VÖRURNAR SEM Á AÐ SELJA?

Þú þarft að skrá allar vörur og ákveða verð, er það gert inná þínu svæði eftir að bókaður hefur verið bás.

HVERNIG FÆ ÉG VERÐMIÐA Á VÖRURNAR?

Þegar þú ert búinn að ákveða verð og skrá allt inná þínar síður getur þú komið og sótt verðmiða í verslun.

NÚ KEMST ÉG EKKI AÐ TAKA TIL Í BÁSNUM ALLA DAGA, HJÁLPIÐ ÞIÐ VIÐ ÞAÐ?

Við tökum til í öllum básum alla daga, því það er jafn mikill hagur okkar og ykkar að hafa snyrtilegt og viljum við þannig stuðla að betri reynslu allra sem koma.

HVENÆR GET ÉG KOMIÐ OG SETT UPP BÁSINN MINN?

Verslunin er opin klukkustund fyrir tilsettan opnunartíma til þess að setja básinn þinn upp, einnig er í boði að koma klukkutíma fyrir lokun daginn áður en leigutími hefst.

ER ÞJÓFAVÖRN Í BOÐI FYRIR DÝRARI VÖRUR?

Við bjóðum fólki að fá þjófavörn fyrir allar vörur sem verðlagðar yfir 1.500 kr.

EF VEL SELST MÁ ÉG BÆTA VIÐ VÖRUM Í BÁSINN MINN?

Það er lítið mál að bæta við vörum inná þínum síðum.

HVENÆR ÞARF AÐ TÆMA BÁSINN?

Bás skal vera tæmdur einni klukkustund fyrir lokun síðasta dag leigutímabilsins.

Söluráð

  • Gott skipulag á bás gerir hann söluvænlegri

  • Ramma er að finna á öllum básum og er gott að skrifa hvað þar má finna, t.d stærðir, aldur eða kyn

  • Ekki troða of miklu í básinn, frekar að bæta við fleiri fötum síðar

  • Við mælum með að merkja herðatrén með stærðarperlunum

  • Verðlagning þarf að vera sanngjörn. Hvað værir þú til í að greiða fyrir þessa vöru?
Bóka bás