Bóka bás
Algengar Spurningar
HVERNIG LEIGI ÉG BÁSA?
Auðveldast er að skrá sig í gegnum heimasíðu okkar, en einnig er hægt að koma í verslun og við aðstoðum með skráningu.
ÞARF ÉG SJÁLF(UR) AÐ SKRÁ VÖRURNAR SEM Á AÐ SELJA?
Þú þarft að skrá allar vörur og ákveða verð, er það gert inná þínu svæði eftir að bókaður hefur verið bás.
HVERNIG FÆ ÉG VERÐMIÐA Á VÖRURNAR?
Þegar þú ert búinn að ákveða verð og skrá allt inná þínar síður getur þú komið og sótt verðmiða í verslun.
NÚ KEMST ÉG EKKI AÐ TAKA TIL Í BÁSNUM ALLA DAGA, HJÁLPIÐ ÞIÐ VIÐ ÞAÐ?
Við tökum til í öllum básum alla daga, því það er jafn mikill hagur okkar og ykkar að hafa snyrtilegt og viljum við þannig stuðla að betri reynslu allra sem koma.
HVENÆR GET ÉG KOMIÐ OG SETT UPP BÁSINN MINN?
Verslunin er opin klukkustund fyrir tilsettan opnunartíma til þess að setja básinn þinn upp, einnig er í boði að koma klukkutíma fyrir lokun daginn áður en leigutími hefst.
ER ÞJÓFAVÖRN Í BOÐI FYRIR DÝRARI VÖRUR?
Við bjóðum fólki að fá þjófavörn fyrir allar vörur sem verðlagðar yfir 1.500 kr.
EF VEL SELST MÁ ÉG BÆTA VIÐ VÖRUM Í BÁSINN MINN?
Það er lítið mál að bæta við vörum inná þínum síðum.
HVENÆR ÞARF AÐ TÆMA BÁSINN?
Bás skal vera tæmdur einni klukkustund fyrir lokun síðasta dag leigutímabilsins.
Söluráð
- Gott skipulag á bás gerir hann söluvænlegri
- Ramma er að finna á öllum básum og er gott að skrifa hvað þar má finna, t.d stærðir, aldur eða kyn
- Ekki troða of miklu í básinn, frekar að bæta við fleiri fötum síðar
- Við mælum með að merkja herðatrén með stærðarperlunum
- Verðlagning þarf að vera sanngjörn. Hvað værir þú til í að greiða fyrir þessa vöru?