Um Okkur
Hugmyndafræðin
Í nútíma samfélagi er að verða meiri vitundarvakning um endurnýtingu, meðal annars á fatnaði. Við lifum eftir nýjum gildum þar sem hugsa þarf um framtíð okkar og komandi kynslóðar. Við hjá Víkurbásum viljum gefa sem flestum möguleika á að hjálpa til hvort sem það er með því að versla eða selja notaðar barnavörur. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og einfalt sölukerfi.
Ferlið frá upphafi til enda er afar einfalt. Leigður er bás og næst skráir þú hvaða vörur og hvert verðið á að vera inná þínu svæði. Næsta skref er að koma með vörurnar í verslunina þar sem við útvegum verðmiða með strikamerkjum. Við sjáum um básinn þinn yfir leigutímabilið og höldum honum snyrtilegum. Því er lítið sem þú þarft að gera eftir að vörurnar eru komnar til okkar annað en að slaka á og fylgjast með sölunni í básnum þínum. Við millifærum svo söluhagnaðinn við lok leigutímans.
Gæti ekki verið einfaldara.
Hlökkum til að sjá ykkur,