Bóka bás

Góð ráð:

Að setja upp vel skipulagðan bás, gerir hann söluvænlegri

Verðleggðu sanngjarnt, hvað værir þú til í að borga fyrir vöruna?

Að hugsa vel um básinn skilar betri sölu - kíkja á hann reglulega og laga til

Ekki troða á básinn - komdu frekar oftar að fylla á ;)

Við mælum með að merkja barnavörur með stærðarperlum

Ekki brjóta saman / láta föt liggja neðst í básnum, hengdu sem mest upp svo það sé auðvelt að skoða básinn

Notaðu hillurnar í básnum fyrir skó eða körfur með minni flíkum/ smáhlutum

Auglýstu básinn vel á sölusíðunni okkar á Facebook eða taggaðu okkur í það sem þú deilir á Instagram

Bóka bás

Algengar Spurningar

HVERNIG LEIGI ÉG BÁSA?

Auðveldast er að skrá sig í gegnum heimasíðu okkar, en einnig er hægt að koma í verslun og við aðstoðum með skráningu.

ÞARF ÉG SJÁLF(UR) AÐ SKRÁ VÖRURNAR SEM Á AÐ SELJA?

Þú þarft að skrá allar vörur og ákveða verð, er það gert inná þínu svæði eftir að bókaður hefur verið bás.

HVERNIG FÆ ÉG VERÐMIÐA Á VÖRURNAR?

Þegar þú ert búinn að ákveða verð og skrá allt inná þínar síður getur þú komið og sótt verðmiða í verslun.

NÚ KEMST ÉG EKKI AÐ TAKA TIL Í BÁSNUM ALLA DAGA, HJÁLPIÐ ÞIÐ VIÐ ÞAÐ?

Við tökum til í básum eins og hægt er, enda er það er jafn mikill hagur okkar og ykkar að hafa snyrtilegt. Við mælum samt með að koma sem oftast og laga til í básnum.

HVENÆR GET ÉG KOMIÐ OG SETT UPP BÁSINN MINN?

Það er í boði að koma klukkutíma fyrir lokun daginn áður en leigutími hefst. Eða hvenær sem er á fyrsta degi leigutímabils.

ER ÞJÓFAVÖRN Í BOÐI FYRIR DÝRARI VÖRUR?

Við bjóðum fólki að fá þjófavörn fyrir allar vörur sem verðlagðar yfir 1.500 kr.

EF VEL SELST MÁ ÉG BÆTA VIÐ VÖRUM Í BÁSINN MINN?

Það er lítið mál að bæta við vörum inná þínum síðum.

HVENÆR ÞARF AÐ TÆMA BÁSINN?

Bás skal vera tæmdur einni klukkustund fyrir lokun síðasta dag leigutímabilsins.